Afi, fótboltastrákur, hlaupari, sælkeri. Sérfræðingur í samskiptum og markaðsmálum. // Grandpa, footballer, runner, gourmet. Specialized in PR and marketing.
Feb 19, 2021 • 13 tweets • 4 min read
Fyrsta sjálfstungan með líftæknilyfinu Imraldi. Galdralyf gegn bólgusjúkdómum, sem inniheldur adalimumab sem er raðbrigða, manna einstofna mótefni framleitt í eggjastokkafrumum Kínahamstra. Þræleðlilegt dæmi. Er ég hér með kolólöglegur í Íslandsmóti oldboys, @THakonarson? #lifi
Með líftæknilyfjum — fyrst Flixabi og svo Imraldi í mínu tilviki — er ég stálhraustur fimmtugur fótboltastrákur (ókei, með smá exem) sem hleypur um 300 km á mánuði. Án þeirra er ég sjúklingur, illa haldinn af maga- og sáraristilbólgum. Hæ, 21. öld og velferðarkerfi, ég elska þig!